Skip to content

Höfum hlutina í lagi!

Við ætlum að tryggja að ekki komi heilsuspillandi stóriðja í bæinn okkar.

Við ætlum að gera Njarðvíkurhöfn að heimahöfn Landhelgisgæslunnar.

Við ætlum að koma á hvatagreiðslum fyrir eldri borgara og öryrkja svo allir geti sótt um styrk til íþrótta og tómstunda-iðkunnar og eflt heilsu og aukið virkni sína á markvissan hátt.

Við ætlum að Innleiða tölvukaupastyrki fyrir framhaldsskólanema í Reykjanesbæ.

Við ætlum að gera Reykjanesbæ að nýsköpunarbæ Íslands með sértækan stuðning við nýsköpun og frumkvöðla.

Við ætlum að tryggja 18 mánaða börnum leikskólavist og hefja undirbúning ungbarnaleikskóla.

Við tókum við skuldsettum og nær gjaldþrota Reykjanesbæ árið 2014 – höfum greitt niður skuldir og rekið bæinn á ábyrgan hátt síðan. Við erum búin að kaupa aftur allar fasteignir bæjarins sem seldar voru í byrjun aldarinnar til að fjármagna rekstur.

Rekstur bæjarins er kominn í jafnvægi og á réttri leið, bærinn okkar vex jafnt og þétt – og framtíðin er björt.

Við viljum halda áfram að skapa gott samfélag fyrir alla, ekki bara fyrir suma. Við viljum hafa hlutina í lagi!

„Reykjanesbær er uppfullur af frábæru fólki sem á að geta haft aðgang að sjálfsagðri þjónustu. Við höfum gert vel en við getum gert betur og ætlum að gera betur. Höfum hlutina í lagi.”

„Mér finnst að íþróttafélögin í bænum ættu að vinna betur saman, Reykjanesbær á að vera íþróttabær en ég tel að við þurfum að bæta verulega í á því sviði.“

„Börnin okkar, fjölskyldan, málefni aldraðra og velferðamálin eins og þau leggja sig skipta mig mestu máli.“